Íþrótta- og leikjanámskeið

Íþrótta- og leikjanámskeið ÍR fyrir 5-9 ára börn

Þetta vikunámskeið er bæði fyrir stelpur og stráka f. 2002–2005. Á námskeiðinu verður farið í fullt af leikjum, s.s. ratleiki, gamla góða útileiki, börnin reyna sig í nokkrum íþróttagreinum, reynt við hornsílaveiðar, andlitsmálun o.fl.

Einnig verður sundkennsla tvo morgna í viku á vegum Sundfélagsins Ægi og kennt er í sundlaug Ölduselsskóla. Með þessu öllu stuðlum við að fjölbreyttri hreyfingu fyrir börnin og skemmtilegri upplifun enda einstaklega áhugavert námskeið á ferð. Þess fyrir utan er umhverfi ÍR stórbrotið og margt hægt að gera í gönguferðum. Íþróttafræðingur kennir sundið en hún hefur einnig lært þjálfun hjá ÍSÍ og hjá Sundsambandi Íslands, sem og kennt sund í nokkru ár hjá Ægi og býr að sundlaugavarðarprófi. Aðrir leiðbeinendur á námskeiðinu eru íþróttafræðinemar, þjálfarar, kennarar og afreksfólk.

Námskeiðin eru í boði allan daginn, frá kl.09.00–16.00, eða hálfan dag fyrir þá sem þess óska. Börnin hafa jafnframt kost á að vera í gæslu kl.8.00–09.00 og kl.16.00–17.00 dagana sem þau eru á námskeiðinu og er ekki greitt sérstaklega fyrir það. Hverju námskeiði lýkur með afhendingu viðurkenningarskjala og grillveislu í hádeginu.

Námskeið                                                               Verð heill dagur/hálfur dagur         

1. Námskeið     06.-10. júní                                   7.500 kr./3.900 kr.
2. Námskeið     14.–16. júní (frí 13. og 17.júní)    4.500 kr./2.500 kr.
3. Námskeið     20.–24. júní                                  7.500 kr./3.900 kr.
4. Námskeið     27.júní –1. júlí                               7.500 kr./3.900 kr.
5. Námskeið     04.–08. júlí                                    7.500 kr./3.900 kr.
6. Námskeið     11.–15. júlí                                    7.500 kr./3.900 kr.
7. Námskeið     18.–22. júlí                                    7.500 kr./3.900 kr.
8. Námskeið     25.-29. júlí                                    7.500 kr./3.900 kr.

Verð er það sama og síðastliðin þrjú sumur

Skráning og greiðsla með kreditkorti hér

Ef greitt er með öðrum hætti þarf að koma á skrifstofu ÍR að .