Keiluskóli í Öskjuhlíð
Frábær nýjung í sumarstarfi ÍR. Keiluskóli í æðislegu umhverfi sem býður upp á mikla möguleika.
Fyrir 7-12 ára börn þ.e. fædd 1999-2003.
Námskeiðið er kl.08:00-12:00 með drekkutíma kl.10 og er það innifalið í verði.
Farið verður í keilu, ýmsa leiki s.s. indjánaleiki og ratleiki í Öskjuhlíðinni. Einnig farið á baðströndina í Nauthólsvík sem og sund í Sundhöllina.
Á hverjum föstudegi fá börnin viðurkenningarskjöl og grillveislu.

Námskeið                                                        Verð
1. Námskeið     8.-16.júní                               12.000 kr.
2. Námskeið     20.-24.júní                             10.000 kr.
3. Námskeið     27.júní-1.júlí                          10.000 kr.
4. Námskeið     2.-5.ágúst (frí 1.ágúst)         8.000 kr.
5. Námskeið     8.-12.ágúst                           10.000 kr.
6. Námskeið     15.-19.ágúst                         10.000 kr.

Námskeiðin eru í umsjón m.a. eins reyndasta keiluþjálfara á Íslandi sem einnig fer fyrir landsliðshópum Íslands. Hann er með öll þjálfararéttindi hjá ÍSÍ og býr því einnig að skyndihjálparréttindum.

Ath. færri komast að en vilja.

Skráning og greiðsla með kreditkorti hér
Ef greitt er með öðrum hætti þarf að koma á skrifstofu ÍR að .