ÍR svæðið

 

ÍR svæðið er staðsett í Suður Mjódd, nánar tiltekið að , .

Á ÍR svæðinu er félagsheimili ÍR, knattspyrnvellir, grasæfingavellir, gervigrasvöllur, frjálsíþróttabraut, langstökksgryfja, kasthringur og hástökksdýna.

Félagsheimili ÍR rúmar einn leikfimisal á jarðhæð, 6 búningsherbergi og aðstöðu fyrir vaktmann á 1.hæð ásamt geymsluaðstöðu og þjálfaraherbergi sem er aðgengilegt fyrir allar deildir félagsins. Á 2.hæðinni er parket/speglasalur sem er um 180 m2 að stærð, skrifstofur starfsmanna, fundarherbergi og sjónvarpsaðstaða. Þar kemur fólk saman alla laugardaga að vetri til og tippar saman. Sjá nána undir getraunasíðunni.

Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-16


Íþrótta- og veislusalir til útleigu

Félagsheimili ÍR er leigt út fyrir fundi og ýmis konar samkomur.

Íþróttasalur er um 300 m2 að stærð og er til útleigu fyrir einstaklinga eða smærri hópa.
Klst. kostar 4.400 kr.

Veislusalur / Parketsalur er um 180 m2 að stærð og tekur rúmlega 100 manns í sæti. Salurinn er tilvalinn til ýmissa veisluhalda eins og fermingar, skírnarveislur, afmæli o.fl. Hann er einnig hentugur fyrir ýmis konar leikfimi og aðra hreyfingu. Klst. kostar 3.000 kr.

Verð fyrir veislu er 30.000 kr. Innifalið í útleigu eru borð, stólar og leirtau fyrir um 100 manns. Heimilisuppþvottavél er á staðnum. Leigjendur þurfa að raða borðum og stólum ásamt því að ganga frá þeim eftir veislu. Þrif eru innifalin í verði, þ.e. þvottur á gólfum o.þ.h. Leigjandi gengur að öðru leiti frá salnum eins og hann tók við honum. Ef leigjandi veldur einhvers konar tjóni greiðir hann fyrir það. Greiðsla fer fram áður en útleiga á sér stað.Þess má geta að reykingar og vímuefni eru ekki leyfð í salnum.  

Frekari upplýsingar veitir Jakob Hallgeirsson umsjónarmaður í síma / 2, netfang .


Gervigrasvöllur ÍR til útleigu

Gervigrasvöllur ÍR er til útleigu fyrir einstaklinga, hópa og fyriræki. 
Frekar upplýsingar veitir Sigrún Gréta íþróttafulltrúi í síma , netfang:


 

Nýtt íþróttamannvirki ÍR

Á næstu árum er fyrirhugað að byggja íþróttahús sem mun bæta aðstöðuna til muna. Við munum leyfa ykkur fylgjast vel með þeim framkvæmdum jafn óðum og eitthvað fréttist af stöðu mála.
Skoða má teikningar með því að smella hér.