Frístundakort

Styrkur til tómstundastarfs

Frístundakortið er styrkur fyrir öll börn á aldrinum 6-18 ára að upphæð 25.000,- kr. fyrir árið 2010. Styrkinn má nýta til að niðurgreiða æfingagjöld fyrir hverskonar tómstundir, eins og til dæmis íþróttaiðkun hjá ÍR.

Styrknum er ráðstafað á Rafrænni Reykjavík.

Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12 sími: , aðstoðar við að ráðstafa styrknum ef þess er óskað sem og starfsfólk ÍR í síma: .

 

Leiðbeiningar til að ráðstafa Frístundakortinu:

Fyrir þá sem eru að skrá sig í fyrsta sinn er ágætt að skoða hjálparsíðu þeirra.

Opið er fyrir ráðstöfun í c.a. 20 daga á hverju tímabili. Þar að segja í byrjun janúar, júní og september.  Eftir það eru sendir úr greiðsluseðlar.  Þó er knattspyrnudeild undanskilin þessu vegna annarra æfingatíma.

Fyrir þá foreldra sem ekki nýta styrkinn eða ef styrkurinn nægir ekki fyrir greiðslu fá greiðsluseðla senda heim.

Eftirfarandi mynd birtist þegar þú hefur innskráð þig og valið Frístundakortsflipann. Hér ráðstafar þú styrknum.
 

 

 

 

Núna velur þú barnið sem ráðstafa á styrk fyrir.


Næst birtast öll námskeið sem hafa verið skráð inná Rafræna Reykjavík á hverjum tíma.  ATH að ekki er hægt að greiða gömul æfingagjöld þarna.

 

 

Þá er að setja rétta upphæð í ráðstöfunar gluggann og velja áfram. Í lokin verður að staðfesta aðgerðina. Nú hafa æfingagjöld að hluta eða öllu leiti verið greidd.


Á næsta tímabili er gert það sama og hefur þá bæst við nýtt námskeið og hin öll eru lokuð.

 

Ef sú staða kemur upp að gleymist að ráðstafa og gíróseðill verður sendur er samt hægt að nota Frísundakortið.  Verður þá einungis að hafa samband við Elfu hjá skrifstofu ÍR s. og hún mun aðstoða við ráðstöfun þess tímabils.