Fjáraflanir

Dósasöfnun


ÍR tekur á móti dósum frá Breiðhyltingum og velunnurum. Hægt er að hringja í og biðja um að dósirnar verði sóttir (þegar safnast hefur ágætt magn) eða koma með dósirnar í ÍR heimilið.
Einnig ganga deildir/flokkar ÍR nokkrum sinnum yfir árið í hús í Breiðholtinu og safna dósum.

Fjáraflanir


Allar fjáraflanir deildarinnar tilkynntar til markaðsfulltrúa ÍR í síma . Foreldrar í foreldraráðum ÍR eru beðnir um að hafa samband við hana þegar deildin/flokkurinn ræðst í frjáröflun. 

Olís og ÍR gerðu samning um fjáröflunarvörur. Í þeim samningi er meðal annars hægt að fá salernis- og eldhúspappír, pappírpakka (eldhúsrúlla, einnota vasaklútar, andlitsþurrkur), pokapakki (nestispokar, heimilispokar, burðapokar, ruslapokar, plastpokar og skrjáfpokar), þvottaefni, hálkueyði, heimilispakka (örtrefjaklútu, uppþvottalög og bursta, gúmmíhanska o.fl.), bílapakka (vetrar og sumar), sorppoka, plastfilmu og álpappír, moppuskaft m/úðakerfi o.fl.

Með því að smella hérna má finna Fjáröflunarhandbók ÍR, en þar má finna margar góðar hugmyndir að fjáröflun.


Biðjum við ykkur kæru Breiðhyltingar að styrkja uppbyggilegt og gott starf og taka vel á móti iðkendum ÍR.